Enski boltinn

Þurftu að fresta tveimur leikjum í kvöld í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var ekki spilað á Ethiad-leikvanginum í kvöld.
Það var ekki spilað á Ethiad-leikvanginum í kvöld. Vísir/Getty
Það er slæmt verður í Bretlandi og tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem áttu að fara fram í kvöld hefur nú verið frestað. Þetta eru leikir Manchester City og Sunderland annarsvegar og leikur Everton og Crystal Palace hinsvegar.

Everton sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir leik liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem kemur fram að ekkert verði af leik liðanna á Goodison Park. Forráðamenn Everton urðu að fresta leiknum vegna öryggisástæðna en þeir uppgötvuðu skemmdir á byggingu á Goodison Park.

Fullt af stuðningsmönnum liðanna voru mættir á staðinn og þetta er einstaklega svekkjandi fyrir stuðningsmenn Crystal Palace sem voru komnir alla leið frá London. Það var styttra að fara fyrir stuðningsmenn Sunderland til Manchester en svekkelsið var örugglega ekkert minna.

Lögreglan í Manchester hafði látið fresta leik Manchester City og Sunderland vegna slæms veðurs en sölubásarnir höfðu meðal annars fokið um koll og veggur nærri vellinum þoldi heldur ekki álagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×