Enski boltinn

Roy Keane: Man. Utd þarf fimm til sex nýja leikmenn

Roy Keane er aðstoðarþjálfari írska landsliðsins í dag.
Roy Keane er aðstoðarþjálfari írska landsliðsins í dag. Vísir/Getty
Manchester United þarf á 5-6 nýjum leikmönnum að halda í sumar ætli það að berjast aftur um Englandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð að mati Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða liðsins.

Englandsmeistararnir eru í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, 18 stigum á eftir toppliði Chelsea og níu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Roy Keane kennir David Moyes ekki um slæmt gengi liðsins eins og svo margir heldur bendir hann á Sir Alex Ferguson. Hann hafi einfaldlega verið of rólegur í tíðinni í undanförnum félagaskiptagluggum og nú þurfi Moyes að endurbyggja liðið.

„United þarf fimm eða sex leikmenn,“ sagði Írinn við blaðamenn um sitt gamla félag. „Þeir eru búnir að stytta sér leið á félagaskiptamarkaðnum undanfarin ár. Félagið hefur ekki fengið til sín stóra leikmenn og uppsker nú eins og það hefur sáð.“

„Það hefur kannski komið aðeins á óvart hversu langt liðið er á eftir hinum en nú þarf bara endurbyggja hópinn. Ef það gerist í sumar þurfa menn að fagna því í stað þess að óttast breytingar. Það verður bara spennandi. Það gætu verið skemmtilegir tímar framundan hjá United að reyna koma sér aftur á toppinn þar sem liðið á að vera,“ sagði Roy Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×