Enski boltinn

Moyes: Þetta eru ekki slæm úrslit fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes og Arsene Wenger eftir leikinn.
David Moyes og Arsene Wenger eftir leikinn. Vísir/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, tók ekki mikla áhættu í markalausu jafntefli á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Emirates-leikvanginum í kvöld og Skotinn virtist bara vera sáttur með úrslitin.

„Ég er ánægður en auðvitað vildum við fá öll þrjú stigin. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá Arsenal og jafntefli er því ekki slæm úrslit fyrir okkur," sagði David Moyes við BBC.

„Miðað við hvernig ólukkan hefur leikið við okkur á þessu tímabili þá bjóst ég við að Mesut Özil myndi skora úr aukaspyrnunni í lokin. Það gerðist sem betur fer ekki og ég er ánægður með marga hluti hjá okkur í kvöld," sagði Moyes.

„Nemanja Vidic og Rio Ferdinand voru mjög góðir saman í þessum leik og sýndu alla þá reynslu sem þeir búa yfir. Ég vil ekki tala um heppni en ég vonast til að þetta fari að ganga betur," sagði Moyes.

„Wayne Rooney og Robin van Persie eru komnir til baka og hafa verið með okkur í síðustu leikjum. Gengið okkar með þá báða innanborðs hefur verið mjög gott. Við þurfum að vinna upp forskot liðanna fyrir ofan okkur og þurfum því að fara að vinna leiki," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×