Enski boltinn

Spurs með auglýsingasamning sem færir félaginu þrjá milljarða

Gylfi Sigurðsson og Jermain Defoe í AIA-búningunum.
Gylfi Sigurðsson og Jermain Defoe í AIA-búningunum. vísir/getty
Tottenham hefur leikið með auglýsingu frá tveim fyrirtækjum í vetur. Næstu fimm árin verður bara einn stór styrktaraðili á treyjum félagsins.

Í ensku bikarkeppninni í ár var Tottenham í treyjum merktum AIA-tryggingafyrirtækinu. AIA er svo ánægt með samstarfið að það hefur gert samning við Tottenham til ársins 2019.

Frá og með næsta vetri verður aðeins auglýsing frá AIA á búningunum. Fyrir það greiðir AIA litla 3 milljarða íslenskra króna.

AIA er með höfuðstöðvar í Hong Kong og forráðamenn Tottenham vonast til þess að nýi samningurinn festi félagið enn frekar í sessi á Asíumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×