Enski boltinn

Martröð stuðningsmanns Everton breyttist í draum

Wee með Baines og Martinez. Eðlilega skellihlæjandi.
Wee með Baines og Martinez. Eðlilega skellihlæjandi. mynd/twitter
Gærkvöldið var heldur betur sögulegt hjá Malasíubúanum Ric Wee. Hann hefur dreymt um að sjá Everton spila í 30 ár og var loksins mættur á Goodison Park í gær. Þá var leik liðsins frestað.

Hann var eðlilega frekar súr enda búinn að ferðast um langan veg til þess að uppfylla draum lífs síns. Er hann var við það að yfirgefa völlinn breyttust hlutirnir fljótt.

Góðhjartaðir starfsmenn Everton vissu af honum og fundu hann áður en hann hvarf á brott. Þeir fóru með hann í ferð um völlinn sem hann á aldrei eftir að gleyma.

Hann fékk að hitta stjórann, Roberto Martinez, og bakvörðinn Leighton Baines. Einnig hitti hann Everton-goðsögnina Greame Sharp sem ræddi við hann lengi.

Í dag fékk hann svo að skoða völlinn í björtu og flýgur örugglega brosandi heim til Malasíu á morgun.

Wee fyrir leik. Spenntur enda ekki búið að fresta leiknum á þessum tímapunkti.mynd/twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×