Fleiri konur greinast með krabbamein utan skimunar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. febrúar 2014 16:53 Eins og fram kom í gær getur skimun í einhverjum tilfellum valdið konum skaða því ein af hverjum fimm konum greinist með sjúkdóm sem er óskaðlegur og þurfa ekki meðhöndlun sem þær fái þó engu að síður. VÍSIR/GETTY/GVA Áhættan af því að látast af völdum brjóstakrabbameins minnkar ekki nema um 0,4 prósent við það að kona fari í skimun að því er kemur fram í kanadískri rannsókn sem birt var í British Medical Journal og greint var frá á Vísi í gær. Ávinningurinn af skimun eftir brjóstakrabbameini er ekki eins mikill og hann virtist vera þegar skimun hófst fyrir um 30 árum síðan. Vandamálið að sögn Helga Sigurðssonar, prófessors og yfirlæknis í krabbameinslækningum við Landspítalann, er að ekki séu margar aðrar leiðir til þess að finna brjóstakrabbamein. Konur í dag og heilbrigðisstarfsfólk sé þó í dag miklu upplýstara en áður um hvernig megi greina brjóstakrabbamein. Í raun greinist mun fleiri konur með brjóstakrabbamein utan skimunar. En þær konur sem finna hnúta í brjóstum sínum fara að lokum í skimun.Ekki má vanmeta gildi skimunar Langöruggasta leiðin til þess að greina brjóstakrabbamein sé þó myndgreining með röntgenmynd eins og gert er við skimunina og svo aftur við segulómunarmynd. Eins og staðan sé í dag sé engin betri leið til þess að greina brjóstakrabbamein en svokölluð þrígreining, sem er brjóstamyndataka sem fylgt er eftir með sýnatöku ef á þarf að halda. Helgi bendir á að í leiðara British Medical Journal komi fram að verulegur ávinningur hafi orðið af meðferð sem er veitt í kjölfar skimana. Því megi ekki vanmeta gildi skimunnar. Ein niðurstaða rannsóknarinnar og leiðara læknatímaritsins sé að ávinningurinn af skimun eftir brjóstakrabbameini sé ekkert meiri en við skimun eftir krabbameini í blöðruhálskirtli sem flestir séu sammála um að sé ekki verulegur.Annarra en hagsmunaaðila að koma að endurskoðun Eins og fram kom í gær getur skimun í einhverjum tilfellum valdið konum skaða því ein af hverjum fimm konum greinist með sjúkdóm sem er óskaðlegur og þurfa ekki meðhöndlun sem þær fái þó engu að síður. Helgi bendir á að í leiðara British Medical Journal sé talað um að endurskoða þurfi hvernig staðið sé að skimun og hún ætti ekki endilega að vera hlutverk þeirra sem hafa hagsmuni af skimun. Hagsmunaaðilar hafi tengingu við málið, fullt af fólki vinni við skimun og henni tengist fjármunir. Það sé því frekar annarra en þeirra, að koma að endurskoðun hennar. Tengdar fréttir Segja notagildi skimunar eftir brjóstakrabbameini ofmetið Skimun eftir brjóstakrabbameini getur valdið skaða í þeim tilvikum þar sem konur sem þurfa ekki á krabbameinsmeðferð að halda fá hana engu að síður. 12. febrúar 2014 12:03 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Áhættan af því að látast af völdum brjóstakrabbameins minnkar ekki nema um 0,4 prósent við það að kona fari í skimun að því er kemur fram í kanadískri rannsókn sem birt var í British Medical Journal og greint var frá á Vísi í gær. Ávinningurinn af skimun eftir brjóstakrabbameini er ekki eins mikill og hann virtist vera þegar skimun hófst fyrir um 30 árum síðan. Vandamálið að sögn Helga Sigurðssonar, prófessors og yfirlæknis í krabbameinslækningum við Landspítalann, er að ekki séu margar aðrar leiðir til þess að finna brjóstakrabbamein. Konur í dag og heilbrigðisstarfsfólk sé þó í dag miklu upplýstara en áður um hvernig megi greina brjóstakrabbamein. Í raun greinist mun fleiri konur með brjóstakrabbamein utan skimunar. En þær konur sem finna hnúta í brjóstum sínum fara að lokum í skimun.Ekki má vanmeta gildi skimunar Langöruggasta leiðin til þess að greina brjóstakrabbamein sé þó myndgreining með röntgenmynd eins og gert er við skimunina og svo aftur við segulómunarmynd. Eins og staðan sé í dag sé engin betri leið til þess að greina brjóstakrabbamein en svokölluð þrígreining, sem er brjóstamyndataka sem fylgt er eftir með sýnatöku ef á þarf að halda. Helgi bendir á að í leiðara British Medical Journal komi fram að verulegur ávinningur hafi orðið af meðferð sem er veitt í kjölfar skimana. Því megi ekki vanmeta gildi skimunnar. Ein niðurstaða rannsóknarinnar og leiðara læknatímaritsins sé að ávinningurinn af skimun eftir brjóstakrabbameini sé ekkert meiri en við skimun eftir krabbameini í blöðruhálskirtli sem flestir séu sammála um að sé ekki verulegur.Annarra en hagsmunaaðila að koma að endurskoðun Eins og fram kom í gær getur skimun í einhverjum tilfellum valdið konum skaða því ein af hverjum fimm konum greinist með sjúkdóm sem er óskaðlegur og þurfa ekki meðhöndlun sem þær fái þó engu að síður. Helgi bendir á að í leiðara British Medical Journal sé talað um að endurskoða þurfi hvernig staðið sé að skimun og hún ætti ekki endilega að vera hlutverk þeirra sem hafa hagsmuni af skimun. Hagsmunaaðilar hafi tengingu við málið, fullt af fólki vinni við skimun og henni tengist fjármunir. Það sé því frekar annarra en þeirra, að koma að endurskoðun hennar.
Tengdar fréttir Segja notagildi skimunar eftir brjóstakrabbameini ofmetið Skimun eftir brjóstakrabbameini getur valdið skaða í þeim tilvikum þar sem konur sem þurfa ekki á krabbameinsmeðferð að halda fá hana engu að síður. 12. febrúar 2014 12:03 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Segja notagildi skimunar eftir brjóstakrabbameini ofmetið Skimun eftir brjóstakrabbameini getur valdið skaða í þeim tilvikum þar sem konur sem þurfa ekki á krabbameinsmeðferð að halda fá hana engu að síður. 12. febrúar 2014 12:03