Enski boltinn

Mourinho: Liverpool með forskot í titilbaráttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/AFP
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er nú farinn að reyna að setja meiri pressu á Liverpool en stjóri toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta telur að Liverpool-menn hafi ákveðið forskot á hin toppliðin.

Ástæðan er sú að mati Mourinho að Liverpool þarf ólíkt hinum liðunum á topp fjögur ekki að eyða kröftum sínum í leiki í Meistaradeildinni sem fer aftur af stað í næstu viku.

Liverpool vann 3-2 endurkomusigur á Fulham í gær og er nú fjórum stigum á eftir Chelsea þegar tólf leikir eru eftir af mótinu.

„Það er mögnuð staða í deildinni en það eru lið sem eru í betri stöðu en önnur fyrir lokasprettinn. Liverpool hefur sem dæmi mikið forskot á hin þrjú liðin af því að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni," segir Jose Mourinho.

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í næstu viku þegar Manchester City tekur á móti Barcelona og Arsenal fær Bayern Münhcen í heimsókn. Chelsea spilar fyrri leik sinn við Galatasaray í vikunni á eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×