Innlent

"Hjálmurinn bjargaði lífi mínu“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Súsanna Sand Ólafsson
MYND/AÐSEND
Súsanna Sand Ólafsdóttir, reiðkennari og formaður félags tamningamanna, datt af hestbaki síðastliðinn mánudag. Hún segir það mikla mildi að ekki fór verr og segir hjálminn líklega hafa bjargað lífi sínu.

„Ég man ekkert hvað gerðist. Mér er sagt að annað ístaðið hafi farið utan í vegginn og við það hafi hestinum hvellbrugðið.“

Súsanna var á ungum fola í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ þegar atvikið átti sér stað.  Hún segir hestinn ljúfan og þægan en hestinum hafi brugðið þegar annað ístaðið skelltist í vegginn og hafi hann fælst illilega frá. Súsanna rotaðist og missti meðvitund og er hún mikið bólgin og marin á höfði.  Súsanna vill árétta mikilvægi hjálmanotkunar og segir hún hjálminn skipta öllu máli.

„Ég veit ekki hvernig hefði farið hefði ég ekki haft hjálm og mér þykir óhuggulegt að hugsa til þess. Í raun ætti hjálmanotkun að vera skylda í greinum sem þessum,“ segir Súsanna og bendir einnig á átaksverkefnið Klárir knapar sem vinnur markvisst að því að upplýsa knapa um mikilvægi hjálmanotkunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×