Enski boltinn

Wenger: Mourinho óttast það að mistakast

Arsene Wenger stefnir á Englandsmeistaratitilinn.
Arsene Wenger stefnir á Englandsmeistaratitilinn. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir José Mourinho hræddan við að mistakast og ekki þora setja stefnuna á Englansdmeistaratitilinn.

José Mourinho, stjóri Chelsea, neitar í öllum viðtölum að taka undir það að Chelsea sé líklegt til að lyfta bikarnum í lok tímabilsins og gerir lítið úr möguleikum liðsins.

„Titilbaráttan er opin en það er bara Chelsea sem getur tapað úr þessu því það er á toppnum. Hin liðin hafa allt að vinna. Ég hef margoft sagt að mörg lið geti unnið deildina og þetta verður hnífjafnt allt til loka,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í dag.

Aðspurður af hverju aðeins hann og Manuel Pellegrini, stjóri Man. City, þori að segja þeir stefni á Englandsmeistaratitilinn sagði Wenger: „Það snýst um óttann við að mistakast.“

„Ef þú segir að þú sért ekki í baráttunni getur þér ekki mistekist. Svo einfalt er það. Við stefnum svo sannarlega á titilinn og munum gera allt sem við getum til að standa uppi sem meistarar,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×