Enski boltinn

Aron Einar og félagar úr leik í bikarnum

Fraizer Campbell svekktur í leiknum í dag.
Fraizer Campbell svekktur í leiknum í dag. vísir/getty
Bikarmeistarar Wigan eru komnir í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir frækinn útisigur, 1-2, á Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff City.

Það var Chris McCann sem kom Wigan yfir í leiknum en Fraizer Campbell jafnaði tíu mínútum síðar.

Það var síðan Ben Watson sem tryggði Wigan sigur með glæsilegu marki rétt fyrir leikhlé. Það reyndist vera sigurmark leiksins.

Aron Einar sat á bekknum allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×