Enski boltinn

Sannfærandi sigur hjá Man. City gegn Chelsea

Nasri fagnar marki sínu.
Nasri fagnar marki sínu. vísir/getty
Man. City er komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Chelsea í stórleik dagsins.

Það var Stevan Jovetic sem kom City yfir í fyrri hálfleik með hnitmiðuðu skoti í teignum.

Varamaðurinn Samir Nasri kom City svo í 2-0 með frábæru marki eftir magnaðan samleik Nasri og David Silva.

Sigur heimamanna afar sannfærandi. Sóknarleikur Chelsea ekki upp á marga fiska í leiknum og liðið ógnaði vart marki City í leiknum.

Áfram verður spilað í enska bikarnum á morgun og þá mætast meðal annars Arsenal og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×