Bósi borubrattur eftir björgunaraðgerð Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2014 20:00 Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira