Enski boltinn

Fulham rekur annan stjóra - Felix Magath tekur við liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Felix Magath.
Felix Magath. Vísir/Getty
Fulham hefur rekið knattspyrnustjórann Rene Meulensteen og ráðið Þjóðverjann Felix Magath í hans stað en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Rene Meulensteen entist ekki lengi í starfi á Craven Cottage því hann tók við af Martin Jol sem var rekinn í desember.

Felix Magath þjálfaði síðast lið Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 2011-12 en hann fær 18 mánaða samning hjá enska liðinu.

Felix Magath er orðinn sextugur en hann hefur bæði gert Bayern Münhcen (2005 og 2006) og Wolfsburg (2008) að þýskum meisturum en Bayern vann tvöfalt bæði árin. Hann hefur alltaf þótt umdeildur þjálfari en hefur oftast náð góðum árangri með sín lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×