Sport

Finnar skoruðu sex hjá Norðmönnum - sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnland vann öruggan 6-1 sigur á Noregi í kvöld í íshokkíkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Finnar gerðu nánast út um leikinn með því að skora þrjú mörk í fyrsta leikhlutanum og voru síðan 5-0 yfir eftir fyrstu tvo leikhlutana. Það er hægt að sjá alla tölfræði leiksins hér.

Lauri Korpikoski skoraði tvö mörk fyrir Finna í kvöld og hin mörkin gerðu þeir Olli Määttä, Olli Jokinen, Teemu Selänne og Jori Lehterä. Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Finnar hafa fullt hús eftir tvær umferðir alveg eins og Kanadamenn sem unnu 6-0 sigur á Austurríki í dag. Báðar þjóðir eru komnar áfram.

Norðmenn hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leikunum en það gekk þó betur á móti Kanada þar sem liðið tapaði 1-3.



Úrslit dagsins í íshokkí karla:

B-riðill

Noregur - Finnland 1-6

Kanada - Austurríki 6-0

Stigin: Finnland 6, Kanada 6, Noregur 0, Austurríki 0.

C-riðill

Tékkland-Lettland 4-2

Svíþjóð-Sviss 1-0

Stigin: Svíþjóð 6, Sviss 3, Tékkland 3, Lettland 0.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×