Enski boltinn

Moyes: Rooney er ekki búinn að semja

Róbert Jóhannsson skrifar
Wayne Rooney hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð sína
Wayne Rooney hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð sína Vísir/Getty
Sögur af því að Wayne Rooney hafi þegar skrifað undir nýjan samning við Manchester United virðast stórlega ýktar.

The Sun on Sunday birti fréttir þess efnis að hann hefði skrifað undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við félagið en talsmaður félagsins segir ekkert til í því: "Hann hefur ekki skrifað undir neinn samning, þess vegna hefur ekki verið send út nein tilkynning."

Þó er talið að enn séu einhverjar samningaviðræður í gangi á milli leikmannsins og félagsins.

Rooney hefur verið orðaður við önnur lið allt frá lokum síðasta leiktímabils eftir að Alex Ferguson staðfesti að hann hefði beðið um sölu frá félaginu.

Chelsea var sagt tilbúið til þess að bjóða honum til sín. Slakt gengi Manchester United á tímabilinu hefur aukið á orðróminn um að Wayne Rooney sé mögulega á förum frá félaginu en fregnir þess efnis að samningaviðræður á milli hans og félagsins hefðu hafist fyrir nokkrum vikum hefur aukið líkurnar á því að hann verði áfram í herbúðum Englandsmeistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×