Enski boltinn

Bob Wilson: Ummæli Mourinho fyrirlitleg

Róbert Jóhannsson skrifar
Bob Wilson lengst til vinstri, ásamt Arsene Wenger og Robert Pires
Bob Wilson lengst til vinstri, ásamt Arsene Wenger og Robert Pires Vísir/Getty
Arsenal goðsögnin Bob Wilson hefur ákveðið að taka slaginn gegn Jose Mourinho og segir hann vera leiðinlegan fauta.

Hinn 72 ára gamli fyrrum markvörður Arsenal er reiður vegna ummæla Mourinho um Arsene Wenger þar sem hann sagði hann vera "sérfræðing í mistökum" og þykir Wilson þessi ummæli hans í besta falli sýna óvirðingu en í versta falli fyrirlitleg.

"Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mourinho tekur Arsene fyrir. Ég held að þetta sé persónulegt. Hann er virkilega hæfileikaríkur, stórkostlegur knattspyrnustjóri, en í augnablikinu þykir mér hann leiðinlegur," sagði Wilson um Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×