Enski boltinn

Dregið í enska bikarnum - Arsenal eða Liverpool mætir Everton

Róbert Jóhannsson skrifar
Úr úrslitaleik enska bikarsins á síðasta ári. Manchester City og Wigan mætast í 8-liða úrslitum í ár.
Úr úrslitaleik enska bikarsins á síðasta ári. Manchester City og Wigan mætast í 8-liða úrslitum í ár.
Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu og er þar um að ræða áhugaverðar viðureignir svo ekki sé meira sagt.

Möguleiki er á tveimur grannaslögum í næstu umferð því annað hvort Sheffield Utd eða Nottingham Forest munu taka á móti Sheffield Wednesday eða Charlton.

Brighton eða Hull munu taka á móti Sunderland og þá er endurtekning á úrslitaleik síðasta árs en Manchester City munu taka á móti Wigan sem öllum að óvörum sigraði þá í úrslitaleiknum á síðasta ári.

Þá gæti svo farið að Liverpool liðin mætist í átta liða úrslitum en það er undir Arsenal komið að koma í veg fyrir það. Leikur Liverpool og Arsenal er að hefjast rétt í þessu og fæst þá úr skorið hvort liðið mun taka á móti Everton í næstu umferð.

Drátturinn lítur svona út:

Arsenal/Liverpool - Everton

Brighton/Hull - Sunderland

Sheffield Utd/Nottingham Forest - Sheffield Wed/Charlton

Manchester City - Wigan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×