Enski boltinn

Stjörnuframherji Arsenal biðst afsökunar á framhjáhaldi

Olivier Giroud.
Olivier Giroud. vísir/getty
Breska slúðurblaðið The Sun kom í dag upp um framhjáhald franska framherjans Olivier Giroud hjá Arsenal. Framherjinn hefur nú beðist opinberlega afsökunar.

Hann bað konuna sína, fjölskyldu og liðsfélaga afsökunar á Twitter og sagði að það eina sem skipti máli núna væri að bjarga hjónabandinu.

Giroud var settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Liverpool sem nú er í gangi. Hann á von á sekt frá félaginu enda hélt hann fram hjá konunni sinni á liðshóteli Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik.

Það eru strangar reglur hjá Arsene Wenger varðandi hegðun á hótelum fyrir leiki liðsins. Þær snúa kannski ekki beint að framhjáhaldi leikmanna en engu að síður mega leikmenn ekki fá gesti um miðja nótt.

Hér að neðan má sjá skrif Giroud á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×