Enski boltinn

Dramatískar lokamínútur í Sheffield

Harry Maguire og Darius Henderson kljást um knöttinn
Harry Maguire og Darius Henderson kljást um knöttinn
Sheffield United tryggði sér sæti í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á heimavelli gegn Nottingham Forest.

Jamie Paterson kom Nottingham Forest yfir um miðjan fyrri hálfleik en það var Andy Reid sem gaf sendingu fyrir og Paterson skallaði knöttinn í netið.

Á 66. mínútu jafnaði Conor Coady metin með skoti úr vítateig og leit lengi vel út að jafntefli yrði niðurstaðan.

Undir lok leiks fengur heimamenn í Sheffield Utd. vítaspyrnu eftir að Greg Halford handlék knöttinn í teignum. Kom það í hlut Chris Porter að taka vítið og smellti hann boltanum í netið.

Porter var ekki hættur, hann skoraði annað mark sitt á annarri mínútu uppbótartíma og tryggði Sheffield Utd. 3-1 sigur. Þeir munu því taka á móti annað hvort grönnum sínum í Sheffield Wednesday eða Charlton í átta liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×