Enski boltinn

Wenger um Mourinho: Vandræðalegra fyrir Chelsea en fyrir mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, notaði tækifærið eftir sigur á Liverpool í ensku bikarkeppninni í gær til að svara fyrir sig eftir ummæli Jose Mourinho í síðustu viku.

Arsene Wenger sagði að knattspyrnustjóri Chelsea hafi orðið félaginu sínu til skammar eftir að hafa kallað sig sérfræðing í mistökum.

„Ég vil helst ekki tala um þessu heimsku og dónalegu ummæli. Ég hef aldrei talað um hann á mínum blaðamannafundum og ætla ekki að byrja á því núna. Það er eins sem ég veit er að þetta er vandræðalegra fyrir Chelsea en fyrir mig sjálfan," sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Þið fáið ekkert meira frá mér. Ég hef engan áhuga á þessu máli. Ef þið hafið ekkert betra að gera þá gætið þið velt ykkur upp úr þessu. Ég elska fótbolta og það sem skiptir mig máli er það sem gerist inn á vellinum," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×