Enski boltinn

Vidic búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Inter

Nemanja Vidic kom til Man. Utd í janúar 2006
Nemanja Vidic kom til Man. Utd í janúar 2006 Vísir/EPA
Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, er búinn að ganga frá samningi við Inter og gengur í raðir ítalska liðsins í sumar.

Knattspyrnuvefsíðan Goal.com greinir frá þessu í dag en Vidic fær fimm milljónir punda í laun fyrir tveggja ára samning í Mílanó.

Serbinn lét forráðamenn United vita af þessu eftir markalausa jafnteflið við Arsenal í vikunni en frá því var greint á dögunum að Vidic myndi yfirgefa herbúðir Englandsmeistaranna í sumar.

Piero Ausilio, framkvæmdastjóri Inter, hefur átt í miklum samskiptum við umboðsmann Vidic síðan í janúar og er nú búinn að ganga frá samningi við miðvörðinn.

Ausilio var mættur á Emirates-völlinn í vikunni þar sem hann fylgdist með leik Arsenal og United. Þar stóð Vidic vaktina í vörninni og hélt liðið hreinu í tilþrifalitlum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×