Enski boltinn

Meiri von um mínútur fyrir Aron Einar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Miðjumaðurinn Gary Medel hjá Cardiff City meiddist í bikartapinu á móti Wigan á laugardaginn og verður frá keppni næstu vikurnar. Þetta gæti vonandi þýtt meiri spilatíma fyrir liðsfélaga hans Aron Einar Gunnarsson.

Medel tognað á vöðva í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær sendi Don Cowie inn fyrir hann en Aron Einar þurfti að sitja áfram rólegur á bekknum.

Cardiff er í næstneðsta sæti deildarinnar og þarf á öllu sínu að halda til þess að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Gary Medel hefur spilað mjög vel með Cardiff í vetur félagið keypti hann síðasta sumar fyrir 11 milljónir punda frá spænska liðinu Sevilla.

Solskjær hefur ekki notað Aron Einar Gunnarsson að undanförnu en þessar fréttir af Medel gætu þvingað norska stjórann í að gefa okkar manni fleiri tækifæri.

Landsliðsliðsfyrirliðinn hefur aðeins spilað í 24 mínútur í síðustu fimm leikjum Cardiff í deild og bikar en hann sat allan tímann á varamannabekknum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×