Enski boltinn

Agüero ekki klár í stórleikinn gegn Barcelona

Agüero mætir eflaust tvíefldur í seinni leikinn.
Agüero mætir eflaust tvíefldur í seinni leikinn. Vísir/Getty
Sergio Agüero, framherji Manchester City, verður ekki með liðinu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á morgun.

Fyrri leikur liðanna í þessum risaslag í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á Etihad-vellinum á morgun og vonaðist Manuel Pellegrini, stjóri enska liðsins, að geta notað Agüero í leiknum.

Hann hefur verið frá undanfarinn mánuð vegna tognunnar aftan í læri og náði ekki að koma sér í stand fyrir fyrri viðureign liðanna.

„Agüero verður ekki í hópnum. Við sjáum til hvort hann verði klár fyrir laugardaginn en það er líka tæpt,“ sagði Manuel Pellegrini á blaðamannafundi í dag.

Hann getur þó huggað sig við það að fá brasilíska miðjumanninn Fernandinho aftur en hann hefur verið fjarverandi í síðustu þremur leikjum.

„Hann er allavega í hópnum og það er möguleiki að hann spili. Við sjáum til á morgun hverjir geta byrjað leikinn en Fernandinho finnur allavega ekki til lengur,“ segir Manuel Pellegrini.

Fyrri leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar:

18. feb Man. City - Barcelona 19.45

18. feb Leverkusen - Paris Saint-Germain 19.45

19. feb Arsenal - Bayern München 19.45

19. feb AC Milan - Atlético 19.45

25. feb Zenit - Dortmund 19.45

25. feb Olympiacos - Man. Utd 19.45

26. feb Galatasaray - Chelsea 19.45

26. feb Schalke - Real Madrid 19.45

Fernandinho verður mættur aftur í hörkuna á miðjunni.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×