Enski boltinn

Sagbo bjargaði Hull

Leonardo Ulloa skoraði mark Brighton í kvöld.
Leonardo Ulloa skoraði mark Brighton í kvöld. Vísir/Getty
Brighton og Hull þurfa að mætast öðru sinni í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir að liðin skildu jöfn, 1-1, í kvöld.

Lengi vel leit út fyrir að B-deildarlið Brighton myndi fara áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en Leonardo Ulloa kom heimamönnum yfir á 30. mínútu eftir góðan sprett.

Yannick Sagbo bjargaði þó úrvalsdeildarliði Hull þegar hann skoraði þegar skammt var til leiksloka. Sagbo hafði einnig átt skot í slá snemma í leiknum.

Sigurvegari rimmunnar mætir Sunderland í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×