Enski boltinn

Mata gefur ekki upp vonina

Juan Mata gefst ekki upp.
Juan Mata gefst ekki upp. Vísir/Getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, telur að liðið geti enn náð Meistaradeildarsæti þó það sé orðið ansi tæpt.

Englandsmeistararnir eru ellefu stigum á eftir Liverpool í baráttunni um fjórða sætið ef baráttu má kalla þegar 14 umferðir eru eftir.

„Takmarkið er að ná Meistaradeildarsæti,“ sagði Mata í viðtali við spænsku sjónvarpsstöðina Canal Plus.

„Það verður erfitt því Liverpool gengur svo vel þessa dagana og það sama má segja um Arsenal, Tottenham og Everton. Þetta eru allt lið sem berjast um sama hlut og við.“

„En við erum með lið sem getur gert þetta. Þetta er Manchester United. Við getum unnið nokkra leiki í röð. Við erum að koma til og ég veit að við getum þetta. En ef þetta á að takast verðum við að vinna fullt af leikjum,“ sagði Juan Mata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×