Innlent

Mastur féll í rokinu

Elimar Hauksson skrifar
Mastrið féll til jarðar í rokinu en tjónið hleypur á milljónum.
Mastrið féll til jarðar í rokinu en tjónið hleypur á milljónum. Mynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Milljónatjón varð á Ásbrú nú síðdegis þegar fjarskiptamastur fyrir GSM-sambönd í Reykjanesbæ féll til jarðar en frá þessu greinir á vef Víkurfrétta. 

Talsvert rok er á Suðurnesjum og slitnaði eitt stag í festingum á mastrinu með þeim afleiðingum að mastrið féll. Í mastrinu voru endurvarpar fyrir GSM-sambönd og er búist við að álag á aðra endurvarpa á svæðinu muni aukast í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×