Allt það helsta frá lokadegi félagsskiptagluggans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 11:30 Kim Kallstrom klárar tímabilið með Arsenal en hann er eini leikmaðurinn sem eitt af efstu liðunum fékk til sín í gær og mun spila á þessu tímabili. Vísir/Getty Ensku úrvalsdeildarliðin eyddu meira í janúarglugganum í ár heldur en í fyrra þótt aðeins eitt lið meðal þeirra tíu efstu í deildinni hafi gert alvöru kaup í glugganum. Ensku félögin eyddu alls 130 milljónum punda í janúarglugganum samkvæmt upplýsingum endurskoðenda Deloitte eða 10 milljónum meira en í fyrra. Alls eyddu ensku félögin 760 milljónum punda í leikmenn á þessu tímabili sem er nýtt met en gamla metið var 90 milljónum lægra og frá keppnistímabilinu 2008-09. Félögin í Englandi og Skotlandi eyddu alls 35 milljónum punda á lokadeginum í gær en alls fóru þá 96 félagsskipti í gegn. Þessi janúargluggi er í fjórða sætinu í sögunni en á lítið í janúargluggann frá árinu 2011 þegar ensku félögin eyddu 225 milljónum punda í leikmenn. Fulham og Crystal Palace voru öflugust á lokasprettinum en þau náðu hvort um sig í fimm leikmenn. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu félagsskiptafréttir frá gærdeginum.Fulham eyddi 11 milljónum punda í gríska framherjann Konstantinos Mitroglou en fékk einnig Lewis Holtby frá Tottenham, Johnny Heitinga frá Everton og unglingana Larnell Cole og Ryan Tunnicliffe.Crystal Palace fékk Tom Ince á láni frá Blackpool, nældi í miðjumanninn Joe Ledley frá Celtic, varnarmanninn Scott Dann frá Blackburn og miðjumanninn Jason Puncheon frá Southampton auk þess að kaupa markvörðinn Wayne Hennessey frá Wolves fyrir þrjár milljónir punda.Arsenal fékk sænska miðjumanninn Kim Kallstrom á láni frá Spartak Moskvu.Chelsea átti stærstu kaup lokadagsins þegar félagið keypti varnarmanninn Kurt Zouma fyrir tólf milljónir punda en félagið lánaði hann strax aftur til St Etienne.West Ham lét Razvan Rat fara og fékk í staðinn varnarmanninn Pablo Armero á láni frá Napoli á Ítalíu. Sunderland hélt hinsvegar fyrirliðanum Lee Cattermole og nældi einnig í miðjummanninn Liam Bridcutt frá Brighton fyrir þrjár milljónir punda.Cardiff City fékk Wilfried Zaha á láni frá Manchester United en þetta var sjötti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til liðsins síðan að hann tók við á dögunum.Dimitar Berbatov fór á láni frá Fulham til franska félagsins AS Moncao og Southampton lánaði dýrasta leikmann félagsins, framherjann Dani Osvaldo, til ítalska félagsins Juventus. Það gekk þó ekki allt upp hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í gær þrátt fyrir miklar vangaveltur um verðandi kaup í ensku miðlununum.Liverpool var á eftir úkraínska vængmanninum Yevhen Konoplyanka sem átti að kosta fimmtán milljónir punda. Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun en Liverpool náði ekki samningum við forseta Dnipro.Manchester City var á eftir Porto-mönnunum Eliaquim Mangala og Fernando en var ekki tilbúið að borga 40 milljónir punda fyrir þessa tvo leikmenn.Stærstu kaup janúargluggans voru þó það þegar Manchester United keypti Juan Mata á 37,1 milljón punda frá Chelsea og þegar Chelsea greiddi Benfica 21 milljón punda fyrir Nemanja Matic. Newcastle fékk líka 19 milljónir punda frá Paris St-Germain fyrir franska landsliðsmiðjumanninn Yohan Cabaye.Hér má sjá lista BBC yfir öll félagsskiptin í janúar 2014. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarliðin eyddu meira í janúarglugganum í ár heldur en í fyrra þótt aðeins eitt lið meðal þeirra tíu efstu í deildinni hafi gert alvöru kaup í glugganum. Ensku félögin eyddu alls 130 milljónum punda í janúarglugganum samkvæmt upplýsingum endurskoðenda Deloitte eða 10 milljónum meira en í fyrra. Alls eyddu ensku félögin 760 milljónum punda í leikmenn á þessu tímabili sem er nýtt met en gamla metið var 90 milljónum lægra og frá keppnistímabilinu 2008-09. Félögin í Englandi og Skotlandi eyddu alls 35 milljónum punda á lokadeginum í gær en alls fóru þá 96 félagsskipti í gegn. Þessi janúargluggi er í fjórða sætinu í sögunni en á lítið í janúargluggann frá árinu 2011 þegar ensku félögin eyddu 225 milljónum punda í leikmenn. Fulham og Crystal Palace voru öflugust á lokasprettinum en þau náðu hvort um sig í fimm leikmenn. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu félagsskiptafréttir frá gærdeginum.Fulham eyddi 11 milljónum punda í gríska framherjann Konstantinos Mitroglou en fékk einnig Lewis Holtby frá Tottenham, Johnny Heitinga frá Everton og unglingana Larnell Cole og Ryan Tunnicliffe.Crystal Palace fékk Tom Ince á láni frá Blackpool, nældi í miðjumanninn Joe Ledley frá Celtic, varnarmanninn Scott Dann frá Blackburn og miðjumanninn Jason Puncheon frá Southampton auk þess að kaupa markvörðinn Wayne Hennessey frá Wolves fyrir þrjár milljónir punda.Arsenal fékk sænska miðjumanninn Kim Kallstrom á láni frá Spartak Moskvu.Chelsea átti stærstu kaup lokadagsins þegar félagið keypti varnarmanninn Kurt Zouma fyrir tólf milljónir punda en félagið lánaði hann strax aftur til St Etienne.West Ham lét Razvan Rat fara og fékk í staðinn varnarmanninn Pablo Armero á láni frá Napoli á Ítalíu. Sunderland hélt hinsvegar fyrirliðanum Lee Cattermole og nældi einnig í miðjummanninn Liam Bridcutt frá Brighton fyrir þrjár milljónir punda.Cardiff City fékk Wilfried Zaha á láni frá Manchester United en þetta var sjötti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til liðsins síðan að hann tók við á dögunum.Dimitar Berbatov fór á láni frá Fulham til franska félagsins AS Moncao og Southampton lánaði dýrasta leikmann félagsins, framherjann Dani Osvaldo, til ítalska félagsins Juventus. Það gekk þó ekki allt upp hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í gær þrátt fyrir miklar vangaveltur um verðandi kaup í ensku miðlununum.Liverpool var á eftir úkraínska vængmanninum Yevhen Konoplyanka sem átti að kosta fimmtán milljónir punda. Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun en Liverpool náði ekki samningum við forseta Dnipro.Manchester City var á eftir Porto-mönnunum Eliaquim Mangala og Fernando en var ekki tilbúið að borga 40 milljónir punda fyrir þessa tvo leikmenn.Stærstu kaup janúargluggans voru þó það þegar Manchester United keypti Juan Mata á 37,1 milljón punda frá Chelsea og þegar Chelsea greiddi Benfica 21 milljón punda fyrir Nemanja Matic. Newcastle fékk líka 19 milljónir punda frá Paris St-Germain fyrir franska landsliðsmiðjumanninn Yohan Cabaye.Hér má sjá lista BBC yfir öll félagsskiptin í janúar 2014.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira