Enski boltinn

Mourinho: Meistaradeildin er stóra prófið fyrir City

Jose Mourinho
Jose Mourinho Vísir/Gettyimages
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea hóf sálfræðistríðið fyrir leik liðsins gegn Manchester City á mánudaginn á blaðamannafundi í vikunni. Með sigri geta lærisveinar Mourinho komist upp fyrir City í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho taldi í samtali við enska miðla að Manchester City ætti að hafa unnið fleiri titla á síðustu árum. City sem vann ensku úrvalsdeildina 2012 situr á toppi deildarinnar en liðsmenn Mourinho geta komist upp fyrir City með sigri.

„City er með frábært lið, marga góða leikmenn en þeir ættu að vinna fleiri titla. Einn Englandsmeistaratitill og nokkrir minni titlar er ekki nóg, liðinu hefur gengið illa í Meistaradeildinni og hefur gengið illa í Evrópudeildinni. Þar sérðu hvað er spunnið í lið, á næstu mánuðum sjáum við hversu gott lið City er með í Meistaradeildinni,“

Mourinho talaði einnig um framtíðina, þrátt fyrir að hann telji City vera líklegasta liðið til að vinna í ár telur hann að lærisveinar sínir geti barist um titilinn næstu árin.

„Núverandi hópur er nægilega sterkur til að sigra hvaða lið sem er en ég hlakka til þess á hverju tímabili að byrja upp á nýtt. Kaupa og selja leikmenn á fullu til að reyna að mynda nýtt lið, ég hef gaman af því að reyna að byggja upp nýtt lið,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×