Víkingur á að auka nýtingu Landeyjahafnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. febrúar 2014 22:30 Víkingur leggur af stað í sína fyrstu áætlunarferð á milli lands og eyja. Mynd/Gunnlaugur Grettisson „Það er verið að reyna auka nýtingu Landeyjahafnar með Víkingi en þetta er tilraunaverkefni til tveggja mánaða,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegabáturinn Víkingur sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Víking Tours, hóf í gær áætlunarsiglingar á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, en Eimskip sér um markaðs- og neytendahlið Víkings. „Viking Tours sér um rekstur skipsins og ber ábyrgð á siglingunum en Eimskip um söluhliðina og upplýsingagjöf, miðar í Víking eru seldir á heimasíðu Herjólfs og í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum,“ útskýrir Gunnlaugur. Siglingar Víkings eru samþættar við áætlun Strætó á Suðurlandi, tvær ferðir á dag ef aðstæður leyfa. Verðið á aðgöngumiðum í Víking er það sama og í Herjólf en Víkingur er í um 40 til 50 mínútur að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Víkingur ristir töluvert minna en Herjólfur og er því hentugri fyrir Landeyjahöfn yfir vetrartímann þegar dýpi er takmarkandi en hins vegar getur Víkingur ekki siglt ef ölduhæðin fer yfir 2,4 metra. „Ölduhæðin er þó bara fyrsta hindrunin, það er margt sem spilar inn í. Ef fólk á miða í Víking og ferð fellur niður vegna ófærðar fær fólk miðann endurgreiddan eða það getur flutt sig í ferð Herjólfs til Þorlákshafnar þannig að það verður ekki strandaglópar.“Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs.Mynd/Óskar Pétur FriðrikssonHerjólfur tekur 390 farþega yfir vetrartímann en Víkingur einungis 63 farþega. Þá tekur Víkingur ekki bifreiðar. „Þetta er sannarlega fyrir fólk sem er að skjótast á milli, það er einnig verið svara þeirri þörf sem Bakkaflug þjónaði hér áður fyrr. Það voru tugþúsundir manna sem flugu á milli Bakka og Eyja og skyldu bíla sína eftir,“ bætir Gunnlaugur við. Herjólfur mun áfram sigla tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar. Víkingur mun sigla tvær ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum klukkan 8.30 og 17.30 og frá Landeyjahöfn klukkan 10 og 19. „Gert er ráð fyrir að Herjólfur geti hafið sigilingar til Landeyjahafnar um miðjan marsmánuð þannig að þetta verkefni er stillt af miðað við það.“ Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
„Það er verið að reyna auka nýtingu Landeyjahafnar með Víkingi en þetta er tilraunaverkefni til tveggja mánaða,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegabáturinn Víkingur sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Víking Tours, hóf í gær áætlunarsiglingar á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, en Eimskip sér um markaðs- og neytendahlið Víkings. „Viking Tours sér um rekstur skipsins og ber ábyrgð á siglingunum en Eimskip um söluhliðina og upplýsingagjöf, miðar í Víking eru seldir á heimasíðu Herjólfs og í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum,“ útskýrir Gunnlaugur. Siglingar Víkings eru samþættar við áætlun Strætó á Suðurlandi, tvær ferðir á dag ef aðstæður leyfa. Verðið á aðgöngumiðum í Víking er það sama og í Herjólf en Víkingur er í um 40 til 50 mínútur að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Víkingur ristir töluvert minna en Herjólfur og er því hentugri fyrir Landeyjahöfn yfir vetrartímann þegar dýpi er takmarkandi en hins vegar getur Víkingur ekki siglt ef ölduhæðin fer yfir 2,4 metra. „Ölduhæðin er þó bara fyrsta hindrunin, það er margt sem spilar inn í. Ef fólk á miða í Víking og ferð fellur niður vegna ófærðar fær fólk miðann endurgreiddan eða það getur flutt sig í ferð Herjólfs til Þorlákshafnar þannig að það verður ekki strandaglópar.“Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs.Mynd/Óskar Pétur FriðrikssonHerjólfur tekur 390 farþega yfir vetrartímann en Víkingur einungis 63 farþega. Þá tekur Víkingur ekki bifreiðar. „Þetta er sannarlega fyrir fólk sem er að skjótast á milli, það er einnig verið svara þeirri þörf sem Bakkaflug þjónaði hér áður fyrr. Það voru tugþúsundir manna sem flugu á milli Bakka og Eyja og skyldu bíla sína eftir,“ bætir Gunnlaugur við. Herjólfur mun áfram sigla tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar. Víkingur mun sigla tvær ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum klukkan 8.30 og 17.30 og frá Landeyjahöfn klukkan 10 og 19. „Gert er ráð fyrir að Herjólfur geti hafið sigilingar til Landeyjahafnar um miðjan marsmánuð þannig að þetta verkefni er stillt af miðað við það.“
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira