Enski boltinn

John Terry: "Sýndum að City er ekki ósigrandi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Terry í leiknum í kvöld.
John Terry í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
„Sigurinn er afar mikilvægur. City hefur tekið á móti öðrum liðum hérna, slátrað þeim og skorað að vild,“ sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir 1-0 sigur liðsins á Manchester City í toppslagnum á Etihad leikvanginum í kvöld.

Branislav Ivanovic skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu en Chelsea var heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld.

„Það er ekki síður mikilvægt fyrir önnur lið að sjá að City er ekki ósigrandi,“ sagði Terry. Miðvörðurinn átti fínan leik í hjarta varnarinnar hjá Chelsea. Hann sagði City hafa litið vel út fyrsta stundarfjórðunginn en í kjölfarið hafi Chelsea tekið völdin.

„Við lágum ekki til baka heldur sýndum mikinn karakter og sköpuðum mörg færi,“ sagði Terry kampakátur. Hann bætti við að mikill tími hefði farið í undirbúninginn fyrir leikinn. Jose Mourinho hefði kortlagt andstæðinginn, styrkleika City og veikleika.

„Það tók sinn tíma en það er vel þess virði í dag.“

City hafði fyrir leikinn í kvöld skorað í 61 leik í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×