Fótbolti

Von á tilkynningu frá Beckham á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
David Beckham mun halda blaðamannafund í Miami á morgun þar sem von er á mikilvægri tilkynningu.

Beckham hefur verið að undirbúa stofnun nýs knattspyrnufélags þar í borg sem mun spila í MLS-deildinni vestanhafs.

Don Garber, yfirmaður deildarinnar, og Carlos A. Gimenez, borgarstjóri Miami, munu vera á fundinum með Beckham. Búist er við því að greint verði formlega frá stofnun félagsins á honum.

Hið nýja knattspyrnulið Miami mun þó ekki spila í MLS-deildinni fyrr en árið 2016 en ljóst er að Beckham hefur stefnt lengi að þessu. Þegar hann samdi við LA Galaxy árið 2007 var klásúla í samningnum um að hann hefði rétt á að kaupa lið að ferlinum loknum fyrir lægri upphæð en gengur og gerist.

Fjölmiðlar ytra segja að Beckham þurfi að greiða 25 milljónir dala til MLS, um 2,9 milljarða króna, en það sé aðeins fjórðungur af þeirri upphæð sem venjulega er greidd.

Það helsta sem hefur staðið í vegi fyrir inntöku félagsins í MLS-deildina er áætlanir um byggingu leikvangs. Búast má við því að það mál sé nánast í höfn nú þegar boðað hefur verið til blaðamannafundar.


Tengdar fréttir

Beckham kvaddi með stoðsendingu

David Beckham lék sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinu í kvöld þegar PSG sigraði Brest í París í kvöld og lagði upp eitt marka liðsins en Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörkin.

Tár á hvarmi þegar Beckham kvaddi

Knattspyrnuheimurinn kvaddi einn sinn dáðasta son í gærkvöldi þegar David Beckham spilaði sinn síðasta leik á ferlinum.

Beckham mjakast nær markmiði sínu

David Beckham hefur fengið leyfi yfirvalda í Miami-Dade sýslu í Bandaríkjunum til að reisa knattspyrnuleikvang.

Beckham ekki með PSG á morgun - ferillinn búinn

David Beckham var ekki valinn í 19 manna leikmannahóp franska liðsins Paris St Germain sem mætir Lorient á morgun í lokaumferð frönsku deildarinnar. Það þýðir að Beckham hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum.

Beckham valdi Miami-borg

David Beckham ætlar að setja á stofn nýtt lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Reuters hefur heimildir fyrir því að nýja lið Beckham muni verða gert út frá Miami-borg.

Beckham íhugar að stofna lið í Miami

Þegar David Beckham byrjaði að spila í Bandaríkjunum á sínum tíma talaði hann um þann möguleika að eiga síðar lið í MLS-deildinni. Það mál er nú farið á fullt þar sem Beckham er hættur að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×