Enski boltinn

Laudrup sagður valtur í sessi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enska dagblaðið Daily Mail heldur því fram í dag að sumir stjórnarmanna Swansea City vilji losna við knattspyrnustjórann Michael Laudrup.

Enn fremur er fullyrt að það hafi verið talið að Laudrup myndi hætta störfum hjá félaginu í lok tímabilsins.

Swansea tapaði fyrir West Ham um helgina, 2-0, og er nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti fyrir grannaslag liðsins gegn Cardiff um helgina.

Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea, sagði um helgina að ekkert hefði verið rætt um stöðu Laudrup en félagið hefur ekki rekið knattspyrnustjóra undanfarinn áratug.

Sumir stjórnarmannanna eru þó sagðir afar óánægðir með frammistöðu liðsins að undanförnu og vilja grípa til aðgerða áður en það verði of seint.


Tengdar fréttir

Laudrup hefur ekki áhyggjur

Þrátt fyrir slæmt gengi Swansea í síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni hefur stjórinn Michael Laudrup ekki áhyggjur af stöðu liðsins.

Laudrup framlengdi um eitt ár

Michael Laudrup framlengdi í dag samning sinn við Swansea um eitt ár og er hann nú skuldbundinn félaginu til 2015.

Laudrup: Vill vera áfram ef eigendur standa við sitt

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, hefur áhuga á því að vera áfram við stjórnvölinn hjá Swansea en Daninn hefur verið orðaður við fjöldann allan af félögum undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×