Enski boltinn

Enn eykst ógæfa Fulham

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Miller horfir á eftir boltanum í mark Fulham í kvöld.
Miller horfir á eftir boltanum í mark Fulham í kvöld. Vísir/Getty
Sheffield United situr í næstneðsta sæti c-deildar en bikardraumur liðsins lifir þó enn góðu lífi.

Hinir rauðu og hvítu sóttu úrvalsdeildarlið Fulham heim í enska bikarnum í kvöld. Um endurtekin leik var að ræða því liðin skildu jöfn 1-1 í fyrri leiknum á Bramall Lane.

Skemmst er frá því að segja að fátt markvert gerðist í leiknum þar til á 119. mínútu í framlengingu. Þá skoraði varamaðurinn Shaun Miller með skalla af stuttu færi og tryggði liðsmönnum Nigel Clouch sigurinn og sæti í 5. umferð keppninnar.

Enn eykst ógæfa Fulham sem vermir botnsæti úrvalsdeildarinnar. Liðið tefldi fram sterku liði í kvöld með fjölmarga landsliðsmenn en tókst ekki að finna leiðina í markið. Lundúnaliðið hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en fámennt var á leiknum í höfuðborg Englands.


Tengdar fréttir

Jafntefli niðurstaðan í drullusvaðinu

Sheffield United og Fulham þurfa að eigast aftur við í 4. umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli á Bramall Lane í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×