Lífið

Enginn vill klæða Miley

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Miley Cyrus hefur vakið athygli fyrir skrautlegan klæðaburð.
Miley Cyrus hefur vakið athygli fyrir skrautlegan klæðaburð. Mynd/Gettyimages
Þekktir fatahönnuðir veigra sér við því að lána poppstjörnunni Miley Cyrus fatnað fyrir tískuþætti, viðtöl og rauða dregilinn. 

Frá þessu greinir stílisti tímaritsins Love, Katie Grand, en poppstjarnan prýðir forsíðu janúarhefti blaðsins. Í blaðinu greinir Grand frá því að erfitt hafi reynst að fá fatnað fyrir myndaþátt með Miley og margir hönnuðir hafi ekki viljað lána þeim föt.

"Margir fatahönnuðir vilja ekki láta tengja sig og sín fatamerki við Miley Cyrus og líta sumir á hana sem hættulega."

Það hefur hins vegar ekki aftrað fjölmiðlum að fjalla um söngkonuna umdeildu en upp á síðkastið hefur Miley Cyrus prýtt forsíður tímarita á borð við Elle, Harper´s Bazaar, V, Cosmopolitan og W.



Hönnuðurinn Marc Jacobs og Kanye West eru meðal aðdáenda Miley Cyrus. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.