Enski boltinn

Keita hafnaði Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keita fagnar marki í landsleik með Malí.
Keita fagnar marki í landsleik með Malí. Vísir/Getty
Seydou Keita, fyrrum leikmaður Barcelona og Sevilla, segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við Liverpool.

Keita er 34 ára gamall og hefur spilað í kínversku úrvalsdeidinni síðastliðna átján mánuði. Hann vildi þó snúa aftur til Evrópu í síðasta mánuði og var í viðræðum við Liverpool.

Hann valdi þó á endanum að ganga til liðs við Valencia á Spáni og samdi hann við liðið út leiktíðina.

„Þegar við fengum símtalið frá Valencia voru viðræður við Liverpool mjög langt komnar. En þá sagði ég umboðsmanni mínum að við værum að fara til Valencia. Ég efaðist ekki um það í eina sekúndu,“ sagði Keita.

„Það var alltaf mjög erfitt að spila á Mestalla-vellinum, hvort sem er með Sevilla eða Barcelona. Þetta er stórt félag með frábæra stuðningsmenn. Þess vegna ákvað ég að koma hingað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×