Enski boltinn

Messan: Erfiðir leikir framundan hjá Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Messan með þeim Guðmundur Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni var á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið.

Þeir félagar ræddu um mikilvægan sigur Arsenal á Crystal Palace um helgina en Arsenal á gríðarlega erfiða leiki fyrir höndum í öllum keppnum.

Arsenal mun á næstunni spila við Liverpool, því næst við Manchester United, síðan leikur liðið aftur við Liverpool og mætir síðan FC Bayern í Meistaradeild Evrópu.

Það var mat sérfræðinganna að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hafði átt að kaupa fleiri leikmenn í janúarglugganum en hann fékk aðeins einn leikmann til liðsins, Kim Källström.

Källström verður aftur á móti frá vegna meiðsla næstu tvo til þrjá mánuði.

Hér að ofan má sjá myndbrot frá þættinum sem var á sunnudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×