Sakar Björn Val um blekkingaleik Jóhannes Stefánsson skrifar 8. febrúar 2014 12:00 Guðmundur í Brim segir Björn Val tala um málið gegn betri vitund. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður segir að Björn Valur Gíslason fari bara með hálfan sannleik og reyni að villa um fyrir almenningi, eins og dæmigerður stjórnmálamaður. Björn Valur sagði ástæður uppsagna á frystitogurunum Skálabergi og Brimnesi „ekki að öllu leyti“ veiðigjöldunum að kenna, heldur væri mun frekar breytingum á markaði að kenna. Forsaga ummæla Björns Vals er sú að Brim hefur sagt upp fjölda sjómanna og selt tvo nýlega frystitogara úr landi. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims sagði á miðvikudag að „Það sem gerir rothöggið er þetta veiðigjald sem leggst svo ósanngjarnt á bæði rekstrareiningar og sum fyrirtæki. Brimnesið lendir mjög illa í þessu veiðigjaldi.“Meira en bara veiðigjaldið sem kemur til „Við sögðum að það væru ýmsar ástæður fyrir þessu og að veiðigjaldið væri eitt þeirra," segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Björn Valur fer þarna með hálfan sannleik og hann veit miklu betur en að það sem að hann heldur fram sé rétt. Það er eiginlega sorglegt að hann skuli stilla þessu svona upp," bætir hann við.„Það eru fleiri hundruð manns búnir að missa vinnuna. Það er alvarlegt mál og ekki hægt að tala um það sem einhverskonar grín," segir Guðmundur. Hann segir Björn val ljást að minnast á að til viðbótar við hið sérstaka veiðigjald bætist almennt veiðigjald, sem sé 9,50 krónur á hvert kíló. Þá fylgi frystiskipaútgerð hár launakostnaður og önnur launatengd gjöld. Þessir tveir þættir vegi þyngst í því að Brim hf. sjái ekki lengur hag sinn í að reka frystitogarana.Segir Björn vera dæmigerðan stjórnmálamann Guðmundur segir Björn Val fara rangt með að uppsagnirnar séu vegna breytinga á markaði, enda sé mjög góður markaður fyrir frystan fisk í Asíu. „Stærsti framtíðarmarkaður íslensks sjávarfang er Asía og þeir vilja frosinn fisk, sem er glænýr fiskur," segir Guðmundur. Það sé því ekki rétt að ekki sé nægilegur markaður fyrir frosinn fisk. „Sá markaður vill sjófrystan fisk og borgar miklu hærra verð en landfrystan fisk, eins og við seljum gjarnan til Evrópu," bætir hann við. „Björn Valur er dæmigerður stjórnmálamaður. Hann tekur bara eitthvað eitt atriði og byrjar að fabúlera um það. Hann er að villa um fyrir almenningi og veit miklu betur," segir Guðmundur Kristjánsson að lokum. Tengdar fréttir Ekki veiðigjaldinu að kenna Varaformaður Vinstri grænna segir eftirspurn á markaði eftir ferskum fiski valda fækkun frystitogara, ekki veiðigjaldið. Gjaldið aðeins rúmar 7 krónur á kílóið. 7. febrúar 2014 14:22 Sjómönnum fækkar hratt Á þriðja hundrað sjómanna hafa misst vinnuna vegna hagræðingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins á síðustu mánuðum. Tveir öflugustu frystitogarar Brim eru á leið úr landi. 5. febrúar 2014 20:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður segir að Björn Valur Gíslason fari bara með hálfan sannleik og reyni að villa um fyrir almenningi, eins og dæmigerður stjórnmálamaður. Björn Valur sagði ástæður uppsagna á frystitogurunum Skálabergi og Brimnesi „ekki að öllu leyti“ veiðigjöldunum að kenna, heldur væri mun frekar breytingum á markaði að kenna. Forsaga ummæla Björns Vals er sú að Brim hefur sagt upp fjölda sjómanna og selt tvo nýlega frystitogara úr landi. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims sagði á miðvikudag að „Það sem gerir rothöggið er þetta veiðigjald sem leggst svo ósanngjarnt á bæði rekstrareiningar og sum fyrirtæki. Brimnesið lendir mjög illa í þessu veiðigjaldi.“Meira en bara veiðigjaldið sem kemur til „Við sögðum að það væru ýmsar ástæður fyrir þessu og að veiðigjaldið væri eitt þeirra," segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Björn Valur fer þarna með hálfan sannleik og hann veit miklu betur en að það sem að hann heldur fram sé rétt. Það er eiginlega sorglegt að hann skuli stilla þessu svona upp," bætir hann við.„Það eru fleiri hundruð manns búnir að missa vinnuna. Það er alvarlegt mál og ekki hægt að tala um það sem einhverskonar grín," segir Guðmundur. Hann segir Björn val ljást að minnast á að til viðbótar við hið sérstaka veiðigjald bætist almennt veiðigjald, sem sé 9,50 krónur á hvert kíló. Þá fylgi frystiskipaútgerð hár launakostnaður og önnur launatengd gjöld. Þessir tveir þættir vegi þyngst í því að Brim hf. sjái ekki lengur hag sinn í að reka frystitogarana.Segir Björn vera dæmigerðan stjórnmálamann Guðmundur segir Björn Val fara rangt með að uppsagnirnar séu vegna breytinga á markaði, enda sé mjög góður markaður fyrir frystan fisk í Asíu. „Stærsti framtíðarmarkaður íslensks sjávarfang er Asía og þeir vilja frosinn fisk, sem er glænýr fiskur," segir Guðmundur. Það sé því ekki rétt að ekki sé nægilegur markaður fyrir frosinn fisk. „Sá markaður vill sjófrystan fisk og borgar miklu hærra verð en landfrystan fisk, eins og við seljum gjarnan til Evrópu," bætir hann við. „Björn Valur er dæmigerður stjórnmálamaður. Hann tekur bara eitthvað eitt atriði og byrjar að fabúlera um það. Hann er að villa um fyrir almenningi og veit miklu betur," segir Guðmundur Kristjánsson að lokum.
Tengdar fréttir Ekki veiðigjaldinu að kenna Varaformaður Vinstri grænna segir eftirspurn á markaði eftir ferskum fiski valda fækkun frystitogara, ekki veiðigjaldið. Gjaldið aðeins rúmar 7 krónur á kílóið. 7. febrúar 2014 14:22 Sjómönnum fækkar hratt Á þriðja hundrað sjómanna hafa misst vinnuna vegna hagræðingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins á síðustu mánuðum. Tveir öflugustu frystitogarar Brim eru á leið úr landi. 5. febrúar 2014 20:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ekki veiðigjaldinu að kenna Varaformaður Vinstri grænna segir eftirspurn á markaði eftir ferskum fiski valda fækkun frystitogara, ekki veiðigjaldið. Gjaldið aðeins rúmar 7 krónur á kílóið. 7. febrúar 2014 14:22
Sjómönnum fækkar hratt Á þriðja hundrað sjómanna hafa misst vinnuna vegna hagræðingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins á síðustu mánuðum. Tveir öflugustu frystitogarar Brim eru á leið úr landi. 5. febrúar 2014 20:19