Enski boltinn

Liverpool á eftir Ashley Cole

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur áhuga á enska vinstri bakverðinum Ashley Cole hjá Chelsea. Cole er með lausan samning í sumar og mun væntanlega yfirgefa Chelsea.

Cole hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Chelsea og er ólíklegt að hann semji aftur við félagið.

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool þekkir Cole frá því hann  vann sem þjálfari hjá Chelsea og ætlar hann að freista Cole að leika að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót í ensku úrvalsdeildinni.

Bandaríska félagið Red Bulls í New York hefur þegar gert Cole samningstilboð en hann vill ekki fara til Bandaríkjanna fyrr en í fyrsta lagi árið 2015.

Cole hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Manchester United og ljóst að hann verður ekki í vandræðum með að finna sér félag í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×