Enski boltinn

Moyes ætlar að endurnýja

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Moyes
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Moyes vísir/getty
David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United ætlar að gera miklar breytingar á liði sínu næsta sumar ef eitthvað er að marka fjölmiðla á Englandi nú í morgun. Reiknað er með að Moyes freisti þess að kaupa leikmenn fyrir allt að 100 milljónir punda.

Nemanja Vidic mun yfirgefa Old Trafford í sumar og er hann fyrsti að allt að tíu leikmönnum sem munu yfirgefa félagið.

Meðal annarra leikmanna sem Moyes er talinn vilja losa sig við í sumar eru Rio Ferdinand, Rafael, Nani, Anderson, PatriceEvra, ShinjiKagawa og AlexanderButtner.

Manchester United er úr leik í titilbaráttunni í ár og hefur Moyes úr allt að 150 milljónum punda að ráða til að styrkja félagið fyrir komandi tímabil.

Moyes keypti Mata frá Chelsea í janúar en þarf að styrkja liðið aftar á vellinum ætli liðið að nálgast keppinauta sína á nýjan leik.

Meðal þeirra sem Manchester United er talið vera tilbúið að bjóða í eru LukeShaw, JoelVetman, PaulPogba, ArturoVidal og DiegoCosta.

Pogba og Vidal leika á miðjunni hjá Juventus og gætu kostað allt að 60 milljónir punda. Pogba var á mála hjá Manchester United áður en hann fór til Juventus og sjá margir á Old Trafford eftir Frakkanum efnilega.

Joel Veltman er ungur og efnilegur miðvörður hjá Ajax og Luke Shaw er annar mjög efnilegur varnarmaður sem leikið hefur frábærlega með Southampton á leiktíðinni.

Framherjinn Diego Costa hefur farið á kostum hjá Atletico Madrid á leiktíðinni og og ljóst að hann kæmi ekki ódýrt til Manchester.

Allt eru þetta eftirsóttir leikmenn sem Manchester United þyrfti að berjast við sterk félög um en ljóst að er Moyes hefur úr þeim peningum að ráða sem þarf til að styrkja félagið fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×