Enski boltinn

Adebayor: Vissum að við hefðum gæðin til að vinna

Adebayor fagnar marki sínu
Adebayor fagnar marki sínu mynd/getty
„Sendingin var frábær, snertingin var ekki slæm og ég átti bara um eitt að velja, klára með vinstri fæti,“ sagði Emmanuel Adebayor um sigurmarkið sem tryggði Tottenham 1-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

„Ég er ánægður með að liðið vann og að skora sigurmarkið er gott fyrir sjálfstraustið. Við héldum ró okkar í leiknum. Við vissum að við hefðum gæðin til að vinna leikinn og við gerðum það.

„Við viljum vinna leiki 3-0 en stuðningsmennirnir verða að vera rólegir. Þetta fellur ekki fullkomlega fyrir okkur í augnablikinu,“ sagði Adebayor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×