Mammon og Þríhnúkaverkefnið Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2014 13:55 Ómar Stefánsson hefur áhyggjur af þróun mála við Þríhnúka. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði í gær fram bókun á fundi bæjarráðs vegna Þríhnúkaverkefnisins, svohljóðandi: „Nú hefur „Mammon“ yfirtekið Þríhnúkaverkefnið að fullu. Ég tel því rétt að Kópavogsbær losi sig sem fyrst við sinn hlut í Þríhnúkum ehf., því það er ljóst að hagsmunir vatns og náttúru fara ekki saman við það sem virðist vera að keyra verkefnið áfram. Það er með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis skuli hafa samþykkt starfsleyfi til 4 ára þegar óvissa ríkir um framhaldið á svæðinu og rannsóknum ekki lokið. Jafnframt minni ég á samþykktir Kópavogsbæjar í nýsamþykktu aðalskipulagi varðandi þetta svæði.“Náttúru- og vatnsvernd fyrir borð borin Ómar lýsir yfir sérstökum áhyggjum af lengd starfsleyfis 3H travel, sem skipuleggur ferðir ferðamanna í gíg Þríhnúka. Hann segir, í samtali við Vísi, að Kópavogur sé ekki lengur aðili að þeim ferðum í gegnum eignarhald sitt í Þríhnúkum ehf. „Einn stjórnarmaður er búinn að stofna fyrirtæki um ferðamannarekstur í tengslum við þetta. Nú er bara verið að græða á virkum dögum og grilla um helgar. Eðlilegt að Kópavogsbær segi sig frá þessu og horfi á þau atriði sem skipta máli. Þarna var allt útroðið þarna síðast, enda vont veður í fyrra. Núna eru uppi hugmyndir að leggja stíg þarna að, sem er jákvætt. Við eigum að snúa okkur að þeim verkefnum sem snúa beint að okkur,“ segir Ómar. Hann bendir á að 3H sé trúistafyrirtæki og sem slíkt þá hafi það ekki heildarhagsmuni að leiðarljósi; svo sem náttúru- og vatnsvernd, en Þríhnúkar eru innan landsvæðis Kópavogs en er þjóðlenda engu að síður. „Við förum með skipulagsvaldið á svæðinu. Fjarsvæði B varðandi vatnsvernd.“37 þúsund kostar að fara í gíginn Mikill straumur ferðamanna er á svæðið og samkvæmt grein sem birtist á Vísi í sumar, þar sem Björn Guðmundsson skólakennari gagnrýnir mjög þróun og ástand mála, kemur fram að þangað streymi mikill fjöldi ferðamanna, 50 þúsund á ári og að því sé stefnt, af hálfu fyrirtækisins, að flytja 500 þúsund manns þangað niður í gíginn árlega að tíu árum liðnum. Um sé að ræða þjófstart, að mati Björns; umhverfi þar í grennd þoli engan veginn slíkan átroðning. Samkvæmt heimasíðu 3H Travel kostar ferð í gíginn 37 þúsund krónur þannig að um talsverða fjármuni er að tefla. Ómar Stefánsson segist nú hafa lagt fram bókun og hann ætlar að sjá hverju fram vindur; hann ætlar að taka málið upp á næsta fundi bæjarráðs. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði í gær fram bókun á fundi bæjarráðs vegna Þríhnúkaverkefnisins, svohljóðandi: „Nú hefur „Mammon“ yfirtekið Þríhnúkaverkefnið að fullu. Ég tel því rétt að Kópavogsbær losi sig sem fyrst við sinn hlut í Þríhnúkum ehf., því það er ljóst að hagsmunir vatns og náttúru fara ekki saman við það sem virðist vera að keyra verkefnið áfram. Það er með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis skuli hafa samþykkt starfsleyfi til 4 ára þegar óvissa ríkir um framhaldið á svæðinu og rannsóknum ekki lokið. Jafnframt minni ég á samþykktir Kópavogsbæjar í nýsamþykktu aðalskipulagi varðandi þetta svæði.“Náttúru- og vatnsvernd fyrir borð borin Ómar lýsir yfir sérstökum áhyggjum af lengd starfsleyfis 3H travel, sem skipuleggur ferðir ferðamanna í gíg Þríhnúka. Hann segir, í samtali við Vísi, að Kópavogur sé ekki lengur aðili að þeim ferðum í gegnum eignarhald sitt í Þríhnúkum ehf. „Einn stjórnarmaður er búinn að stofna fyrirtæki um ferðamannarekstur í tengslum við þetta. Nú er bara verið að græða á virkum dögum og grilla um helgar. Eðlilegt að Kópavogsbær segi sig frá þessu og horfi á þau atriði sem skipta máli. Þarna var allt útroðið þarna síðast, enda vont veður í fyrra. Núna eru uppi hugmyndir að leggja stíg þarna að, sem er jákvætt. Við eigum að snúa okkur að þeim verkefnum sem snúa beint að okkur,“ segir Ómar. Hann bendir á að 3H sé trúistafyrirtæki og sem slíkt þá hafi það ekki heildarhagsmuni að leiðarljósi; svo sem náttúru- og vatnsvernd, en Þríhnúkar eru innan landsvæðis Kópavogs en er þjóðlenda engu að síður. „Við förum með skipulagsvaldið á svæðinu. Fjarsvæði B varðandi vatnsvernd.“37 þúsund kostar að fara í gíginn Mikill straumur ferðamanna er á svæðið og samkvæmt grein sem birtist á Vísi í sumar, þar sem Björn Guðmundsson skólakennari gagnrýnir mjög þróun og ástand mála, kemur fram að þangað streymi mikill fjöldi ferðamanna, 50 þúsund á ári og að því sé stefnt, af hálfu fyrirtækisins, að flytja 500 þúsund manns þangað niður í gíginn árlega að tíu árum liðnum. Um sé að ræða þjófstart, að mati Björns; umhverfi þar í grennd þoli engan veginn slíkan átroðning. Samkvæmt heimasíðu 3H Travel kostar ferð í gíginn 37 þúsund krónur þannig að um talsverða fjármuni er að tefla. Ómar Stefánsson segist nú hafa lagt fram bókun og hann ætlar að sjá hverju fram vindur; hann ætlar að taka málið upp á næsta fundi bæjarráðs.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira