Blekkingar Þríhnúka ehf Björn Guðmundsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Í fréttum RÚV 4. júní kom fram að OR vill draga úr umferð á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitunnar, segir: „Mikil uppbygging í ferðaþjónustu á ákomusvæði vatnsbólanna veldur okkur áhyggjum, meðal annars vegna mikillar umferðar sem er fyrirhuguð inn á það svæði í tengslum við þessar framkvæmdir.“ Hólmfríður vísar til framkvæmda á vegum Þríhnúka ehf sem vilja leggja veg frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg og bora inn í gíginn í nafni náttúruverndar. Þríhnúkamenn hika ekki við að segja svart vera hvítt. Undirritaður hefur bent á að ferðamenn á vegum Þríhnúka ehf hafa valdið gróðurskemmdum með því að mynda 2-6 metra breiðan stíg um viðkvæmt land í 400-500 metra hæð. Einnig sér á viðkvæmum jarðmyndunum og gróðri í næsta nágrenni gígsins. 1. maí sl. sá ég að rifnar höfðu verið upp hraunhellur við gíginn og þær festar á málmteina sem stungið hafði verið í jörðina. Mér sýndist að borað hefði verið í gegnum hellurnar. Varla hafa ferðamenn séð um borvinnuna við að búa til tilgangslausa vörðuþyrpingu. Þetta sýnir auðvitað algera vanvirðingu fyrir náttúrunni. Flestir vita svo um óhappið þegar Þríhnúkamenn fóru ekki eftir reglum og helltu niður 600 lítrum af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.Í mótsögn við sjálfan sig Árni B. Stefánsson, forsvarsmaður Þríhnúka, segir það úr takti að bregða fæti fyrir starfsemi í Þríhnúkagíg meðan rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum er leyfður. Hann segir að menn eigi að bera virðingu fyrir náttúrunni og láta hana njóta vafans. Þarna er Árni í algerri mótsögn við sjálfan sig. Hann talar ekki um að gestafjöldinn í Bláfjöllum er um 50.000 manns á ári en hann ætlar eftir tíu ár að flytja 500.000 manns á ári ofan í Þríhnúkagíg. Það kalla ég ekki að láta náttúruna njóta vafans. Sjálfumgleði Árna er þvílík að honum finnst sjálfsagt að Þríhnúkamenn fái að hafa Þríhnúkagíg að féþúfu þótt það hafi í för með sér náttúruspjöll og áhættu fyrir vatnsbólin okkar. Í frétt RÚV segir: „En það er ekki bara vatnið sem þarf að vernda segja Þríhnúkamenn. Gígurinn muni líka skemmast ef ekkert verður að gert. Forsvarsmenn Þríhnúka segja einu raunhæfu verndina felast í því að stýra því fullkomlega hvernig ferðamenn koma hingað inn, það sé ekki hægt að loka. „Fólk bara einfaldlega lætur ekki bjóða sér að koma ekki hingað, við stjórnum ekki gönguhópunum sem koma hingað og gera göngustíga, við viljum koma kontról á þetta og verja umhverfið“ segir Árni.“ Árni B. Stefánsson hikar ekki við að skrökva að þjóðinni. Þríhnúkagígur var nánast óþekktur þegar þeim Þríhnúkamönnum datt í hug að þeir gætu grætt peninga á honum. Þeir auglýstu gíginn og selja ferðir ofan í hann og eingöngu þess vegna hafa ferðamenn streymt að gígnum undanfarin sumur. Þangað færu annars engir nema örfáir hella- og klifursérfræðingar. Hafi menn áhyggjur af því að slíkir menn skemmi gíginn er hægt að loka gígopinu rétt eins og gert hefur verið við suma hella. En Árni vill ekki láta loka Þríhnúkagíg því hann ætlar að græða peninga á honum. Starfsemi Þríhnúka ehf í Þríhnúkagíg undanfarin sumur er þjófstart sem ekki hefði átt að leyfa því fyrirsjáanlegt var að það myndi valda miklum náttúruspjöllum eins og raunin hefur orðið. Leyfisveitendur, þ.á m. Umhverfisstofnun, bera því mikla ábyrgð á spjöllunum. Óásættanlegar aðgerðir Hvað segir Hellarannsóknafélag Íslands? „Hellarannsóknafélag Íslands er alfarið á móti fyrirhuguðum framkvæmdum Þríhnúka ehf. í Þríhnúkagíg og nágrenni. Óafturkræfar aðgerðir sem þessar á einstökum náttúrufyrirbærum eru að okkar mati óásættanlegar og ekki á nokkurn hátt hægt að réttlæta. Við sjáum þetta einfaldlega ekki sem verndunaraðgerð. Þríhnúkagígur er einstakt jarðfræðifyrirbæri á heimsvísu og það er okkar skoðun að fyrirhuguð jarðgöng í gíginn séu ekkert annað en náttúruspjöll af verstu gerð. Jarðgöng sem boruð yrðu inn í ósnortið hraunið og inn í hellinn væri ekki hægt að taka til baka.[…]Við viljum einnig lýsa yfir áhyggjum af spillingu ósnortinna, nærliggjandi svæða sem kunna að verða fyrir skaða við framkvæmd Þríhnúka ehf. Vegum sem fyrirhugað er að leggja að gígsvæðinu er ætlað að liggja yfir Strompahraunið, sem inniheldur fjölda merkilegra hraunhella.[…]Því gæti skaði við vegagerð á svæðinu orðið óbætanlegur fyrir þessa hella.“ Málflutningur Þríhnúkamanna er ófyrirleitinn. Þeir segjast ætla að vernda Þríhnúkagíg og svæðið umhverfis hann með því að leggja þangað veg og bora svo inn í gíginn, sem er innan fólkvangs og þjóðlendu og á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar. Í hugum náttúruverndarfólks og ábyrgra aðila eru þetta ekkert annað en hryðjuverk sem verður að koma í veg fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum RÚV 4. júní kom fram að OR vill draga úr umferð á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitunnar, segir: „Mikil uppbygging í ferðaþjónustu á ákomusvæði vatnsbólanna veldur okkur áhyggjum, meðal annars vegna mikillar umferðar sem er fyrirhuguð inn á það svæði í tengslum við þessar framkvæmdir.“ Hólmfríður vísar til framkvæmda á vegum Þríhnúka ehf sem vilja leggja veg frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg og bora inn í gíginn í nafni náttúruverndar. Þríhnúkamenn hika ekki við að segja svart vera hvítt. Undirritaður hefur bent á að ferðamenn á vegum Þríhnúka ehf hafa valdið gróðurskemmdum með því að mynda 2-6 metra breiðan stíg um viðkvæmt land í 400-500 metra hæð. Einnig sér á viðkvæmum jarðmyndunum og gróðri í næsta nágrenni gígsins. 1. maí sl. sá ég að rifnar höfðu verið upp hraunhellur við gíginn og þær festar á málmteina sem stungið hafði verið í jörðina. Mér sýndist að borað hefði verið í gegnum hellurnar. Varla hafa ferðamenn séð um borvinnuna við að búa til tilgangslausa vörðuþyrpingu. Þetta sýnir auðvitað algera vanvirðingu fyrir náttúrunni. Flestir vita svo um óhappið þegar Þríhnúkamenn fóru ekki eftir reglum og helltu niður 600 lítrum af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.Í mótsögn við sjálfan sig Árni B. Stefánsson, forsvarsmaður Þríhnúka, segir það úr takti að bregða fæti fyrir starfsemi í Þríhnúkagíg meðan rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum er leyfður. Hann segir að menn eigi að bera virðingu fyrir náttúrunni og láta hana njóta vafans. Þarna er Árni í algerri mótsögn við sjálfan sig. Hann talar ekki um að gestafjöldinn í Bláfjöllum er um 50.000 manns á ári en hann ætlar eftir tíu ár að flytja 500.000 manns á ári ofan í Þríhnúkagíg. Það kalla ég ekki að láta náttúruna njóta vafans. Sjálfumgleði Árna er þvílík að honum finnst sjálfsagt að Þríhnúkamenn fái að hafa Þríhnúkagíg að féþúfu þótt það hafi í för með sér náttúruspjöll og áhættu fyrir vatnsbólin okkar. Í frétt RÚV segir: „En það er ekki bara vatnið sem þarf að vernda segja Þríhnúkamenn. Gígurinn muni líka skemmast ef ekkert verður að gert. Forsvarsmenn Þríhnúka segja einu raunhæfu verndina felast í því að stýra því fullkomlega hvernig ferðamenn koma hingað inn, það sé ekki hægt að loka. „Fólk bara einfaldlega lætur ekki bjóða sér að koma ekki hingað, við stjórnum ekki gönguhópunum sem koma hingað og gera göngustíga, við viljum koma kontról á þetta og verja umhverfið“ segir Árni.“ Árni B. Stefánsson hikar ekki við að skrökva að þjóðinni. Þríhnúkagígur var nánast óþekktur þegar þeim Þríhnúkamönnum datt í hug að þeir gætu grætt peninga á honum. Þeir auglýstu gíginn og selja ferðir ofan í hann og eingöngu þess vegna hafa ferðamenn streymt að gígnum undanfarin sumur. Þangað færu annars engir nema örfáir hella- og klifursérfræðingar. Hafi menn áhyggjur af því að slíkir menn skemmi gíginn er hægt að loka gígopinu rétt eins og gert hefur verið við suma hella. En Árni vill ekki láta loka Þríhnúkagíg því hann ætlar að græða peninga á honum. Starfsemi Þríhnúka ehf í Þríhnúkagíg undanfarin sumur er þjófstart sem ekki hefði átt að leyfa því fyrirsjáanlegt var að það myndi valda miklum náttúruspjöllum eins og raunin hefur orðið. Leyfisveitendur, þ.á m. Umhverfisstofnun, bera því mikla ábyrgð á spjöllunum. Óásættanlegar aðgerðir Hvað segir Hellarannsóknafélag Íslands? „Hellarannsóknafélag Íslands er alfarið á móti fyrirhuguðum framkvæmdum Þríhnúka ehf. í Þríhnúkagíg og nágrenni. Óafturkræfar aðgerðir sem þessar á einstökum náttúrufyrirbærum eru að okkar mati óásættanlegar og ekki á nokkurn hátt hægt að réttlæta. Við sjáum þetta einfaldlega ekki sem verndunaraðgerð. Þríhnúkagígur er einstakt jarðfræðifyrirbæri á heimsvísu og það er okkar skoðun að fyrirhuguð jarðgöng í gíginn séu ekkert annað en náttúruspjöll af verstu gerð. Jarðgöng sem boruð yrðu inn í ósnortið hraunið og inn í hellinn væri ekki hægt að taka til baka.[…]Við viljum einnig lýsa yfir áhyggjum af spillingu ósnortinna, nærliggjandi svæða sem kunna að verða fyrir skaða við framkvæmd Þríhnúka ehf. Vegum sem fyrirhugað er að leggja að gígsvæðinu er ætlað að liggja yfir Strompahraunið, sem inniheldur fjölda merkilegra hraunhella.[…]Því gæti skaði við vegagerð á svæðinu orðið óbætanlegur fyrir þessa hella.“ Málflutningur Þríhnúkamanna er ófyrirleitinn. Þeir segjast ætla að vernda Þríhnúkagíg og svæðið umhverfis hann með því að leggja þangað veg og bora svo inn í gíginn, sem er innan fólkvangs og þjóðlendu og á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar. Í hugum náttúruverndarfólks og ábyrgra aðila eru þetta ekkert annað en hryðjuverk sem verður að koma í veg fyrir.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun