Mammon og Þríhnúkaverkefnið Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2014 13:55 Ómar Stefánsson hefur áhyggjur af þróun mála við Þríhnúka. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði í gær fram bókun á fundi bæjarráðs vegna Þríhnúkaverkefnisins, svohljóðandi: „Nú hefur „Mammon“ yfirtekið Þríhnúkaverkefnið að fullu. Ég tel því rétt að Kópavogsbær losi sig sem fyrst við sinn hlut í Þríhnúkum ehf., því það er ljóst að hagsmunir vatns og náttúru fara ekki saman við það sem virðist vera að keyra verkefnið áfram. Það er með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis skuli hafa samþykkt starfsleyfi til 4 ára þegar óvissa ríkir um framhaldið á svæðinu og rannsóknum ekki lokið. Jafnframt minni ég á samþykktir Kópavogsbæjar í nýsamþykktu aðalskipulagi varðandi þetta svæði.“Náttúru- og vatnsvernd fyrir borð borin Ómar lýsir yfir sérstökum áhyggjum af lengd starfsleyfis 3H travel, sem skipuleggur ferðir ferðamanna í gíg Þríhnúka. Hann segir, í samtali við Vísi, að Kópavogur sé ekki lengur aðili að þeim ferðum í gegnum eignarhald sitt í Þríhnúkum ehf. „Einn stjórnarmaður er búinn að stofna fyrirtæki um ferðamannarekstur í tengslum við þetta. Nú er bara verið að græða á virkum dögum og grilla um helgar. Eðlilegt að Kópavogsbær segi sig frá þessu og horfi á þau atriði sem skipta máli. Þarna var allt útroðið þarna síðast, enda vont veður í fyrra. Núna eru uppi hugmyndir að leggja stíg þarna að, sem er jákvætt. Við eigum að snúa okkur að þeim verkefnum sem snúa beint að okkur,“ segir Ómar. Hann bendir á að 3H sé trúistafyrirtæki og sem slíkt þá hafi það ekki heildarhagsmuni að leiðarljósi; svo sem náttúru- og vatnsvernd, en Þríhnúkar eru innan landsvæðis Kópavogs en er þjóðlenda engu að síður. „Við förum með skipulagsvaldið á svæðinu. Fjarsvæði B varðandi vatnsvernd.“37 þúsund kostar að fara í gíginn Mikill straumur ferðamanna er á svæðið og samkvæmt grein sem birtist á Vísi í sumar, þar sem Björn Guðmundsson skólakennari gagnrýnir mjög þróun og ástand mála, kemur fram að þangað streymi mikill fjöldi ferðamanna, 50 þúsund á ári og að því sé stefnt, af hálfu fyrirtækisins, að flytja 500 þúsund manns þangað niður í gíginn árlega að tíu árum liðnum. Um sé að ræða þjófstart, að mati Björns; umhverfi þar í grennd þoli engan veginn slíkan átroðning. Samkvæmt heimasíðu 3H Travel kostar ferð í gíginn 37 þúsund krónur þannig að um talsverða fjármuni er að tefla. Ómar Stefánsson segist nú hafa lagt fram bókun og hann ætlar að sjá hverju fram vindur; hann ætlar að taka málið upp á næsta fundi bæjarráðs. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði í gær fram bókun á fundi bæjarráðs vegna Þríhnúkaverkefnisins, svohljóðandi: „Nú hefur „Mammon“ yfirtekið Þríhnúkaverkefnið að fullu. Ég tel því rétt að Kópavogsbær losi sig sem fyrst við sinn hlut í Þríhnúkum ehf., því það er ljóst að hagsmunir vatns og náttúru fara ekki saman við það sem virðist vera að keyra verkefnið áfram. Það er með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis skuli hafa samþykkt starfsleyfi til 4 ára þegar óvissa ríkir um framhaldið á svæðinu og rannsóknum ekki lokið. Jafnframt minni ég á samþykktir Kópavogsbæjar í nýsamþykktu aðalskipulagi varðandi þetta svæði.“Náttúru- og vatnsvernd fyrir borð borin Ómar lýsir yfir sérstökum áhyggjum af lengd starfsleyfis 3H travel, sem skipuleggur ferðir ferðamanna í gíg Þríhnúka. Hann segir, í samtali við Vísi, að Kópavogur sé ekki lengur aðili að þeim ferðum í gegnum eignarhald sitt í Þríhnúkum ehf. „Einn stjórnarmaður er búinn að stofna fyrirtæki um ferðamannarekstur í tengslum við þetta. Nú er bara verið að græða á virkum dögum og grilla um helgar. Eðlilegt að Kópavogsbær segi sig frá þessu og horfi á þau atriði sem skipta máli. Þarna var allt útroðið þarna síðast, enda vont veður í fyrra. Núna eru uppi hugmyndir að leggja stíg þarna að, sem er jákvætt. Við eigum að snúa okkur að þeim verkefnum sem snúa beint að okkur,“ segir Ómar. Hann bendir á að 3H sé trúistafyrirtæki og sem slíkt þá hafi það ekki heildarhagsmuni að leiðarljósi; svo sem náttúru- og vatnsvernd, en Þríhnúkar eru innan landsvæðis Kópavogs en er þjóðlenda engu að síður. „Við förum með skipulagsvaldið á svæðinu. Fjarsvæði B varðandi vatnsvernd.“37 þúsund kostar að fara í gíginn Mikill straumur ferðamanna er á svæðið og samkvæmt grein sem birtist á Vísi í sumar, þar sem Björn Guðmundsson skólakennari gagnrýnir mjög þróun og ástand mála, kemur fram að þangað streymi mikill fjöldi ferðamanna, 50 þúsund á ári og að því sé stefnt, af hálfu fyrirtækisins, að flytja 500 þúsund manns þangað niður í gíginn árlega að tíu árum liðnum. Um sé að ræða þjófstart, að mati Björns; umhverfi þar í grennd þoli engan veginn slíkan átroðning. Samkvæmt heimasíðu 3H Travel kostar ferð í gíginn 37 þúsund krónur þannig að um talsverða fjármuni er að tefla. Ómar Stefánsson segist nú hafa lagt fram bókun og hann ætlar að sjá hverju fram vindur; hann ætlar að taka málið upp á næsta fundi bæjarráðs.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira