Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" Hrund Þórsdóttir skrifar 31. janúar 2014 20:00 Eins og við greindum frá í gær er skortur á líffærum og nauðsynlegt að fjölga líffæragjöfum. Á árunum 1970 til 2012 þáðu 288 Íslendingar líffæri. 13 fengu ígrætt hjarta, 15 fengu lungu, 4 fengu hjarta og lungu, 40 fengu lifur, 3 fengu bris og 213 þáðu nýru. Sumir fengu fleiri en eina ígræðslu og þá ber að nefna að 3 lifrar og 144 nýru komu úr lifandi gjöfum. Langflestar þessara aðgerða voru framkvæmdar eftir aldamótin, enda hefur þörfin fyrir líffæri aukist hratt. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80 til 90% Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt; en þá er það spurningin, vilt þú gefa þín líffæri? Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir þessarar spurningar og virðist ríkja nokkur einhugur í afstöðu gagnvart líffæragjöfum; þ.e. nær allir vilja gefa líffæri. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. 16 þeirra gáfu líffæri en í 8 tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa liggur fyrir Alþingi, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Fréttastofa ræddi við marga í dag og hallast flestir að ætluðu samþykki. Helstu mótrök snúast um sjálfræði og yfirráð yfir eigin líkama. Ríkið eigi ekki að eigna sér líkama fólks sem verði sjálft að fá að taka ákvörðun um svo stóra gjöf. Sumir segja löggjöf líka duga skammt, þar sem aðstandendur hafi alltaf síðasta orðið. Fræðsla og opin umræða séu því lykilatriði. Þannig tóku Spánverjar, sem standa sig einna best, upp ætlað samþykki 1979 en það var ekki fyrr en áratug síðar eftir mikla samfélagsumræðu að látnum líffæragjöfum fjölgaði verulega. Héðinn Árnason, siðfræðingur, skrifaði MA ritgerð um ætlað samþykki og er mjög hlynntur því. „Ég tel að kerfið núna flokki saman þá sem eru andvígir gjöf og þá sem hafa ekki tekið ákvörðun, hafa aldrei velt þessu fyrir sér, eða hafa frestað því að taka ákvörðun. Með ætluðu samþykki er líffæraþeganum gefinn vafinn og ég held að þetta stuðli að fleiri gjöfum án þess að vanvirða gjafann,“ segir hann. Árni segir núverandi kerfi óboðlegt og varla siðlegt. „Til þess að líffæragjafakerfi geti talist siðleg þurfum við að gera tvennt. Annars vegar að virða gjafann, það er að segja þann sem gefur líffæri sín og hins vegar að afla líffæra til ígræðslu og ég tel að kerfið í dag geri ekki það síðarnefnda.“ Árni er skráður gjafi en lenti í vandræðum með að nálgast líffæragjafakortið, sem á að liggja frammi á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. „Þannig að það var bölvað vesen að gerast gjafi og í framhaldinu af því fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi.“ Tengdar fréttir "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Eins og við greindum frá í gær er skortur á líffærum og nauðsynlegt að fjölga líffæragjöfum. Á árunum 1970 til 2012 þáðu 288 Íslendingar líffæri. 13 fengu ígrætt hjarta, 15 fengu lungu, 4 fengu hjarta og lungu, 40 fengu lifur, 3 fengu bris og 213 þáðu nýru. Sumir fengu fleiri en eina ígræðslu og þá ber að nefna að 3 lifrar og 144 nýru komu úr lifandi gjöfum. Langflestar þessara aðgerða voru framkvæmdar eftir aldamótin, enda hefur þörfin fyrir líffæri aukist hratt. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80 til 90% Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt; en þá er það spurningin, vilt þú gefa þín líffæri? Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir þessarar spurningar og virðist ríkja nokkur einhugur í afstöðu gagnvart líffæragjöfum; þ.e. nær allir vilja gefa líffæri. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. 16 þeirra gáfu líffæri en í 8 tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa liggur fyrir Alþingi, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Fréttastofa ræddi við marga í dag og hallast flestir að ætluðu samþykki. Helstu mótrök snúast um sjálfræði og yfirráð yfir eigin líkama. Ríkið eigi ekki að eigna sér líkama fólks sem verði sjálft að fá að taka ákvörðun um svo stóra gjöf. Sumir segja löggjöf líka duga skammt, þar sem aðstandendur hafi alltaf síðasta orðið. Fræðsla og opin umræða séu því lykilatriði. Þannig tóku Spánverjar, sem standa sig einna best, upp ætlað samþykki 1979 en það var ekki fyrr en áratug síðar eftir mikla samfélagsumræðu að látnum líffæragjöfum fjölgaði verulega. Héðinn Árnason, siðfræðingur, skrifaði MA ritgerð um ætlað samþykki og er mjög hlynntur því. „Ég tel að kerfið núna flokki saman þá sem eru andvígir gjöf og þá sem hafa ekki tekið ákvörðun, hafa aldrei velt þessu fyrir sér, eða hafa frestað því að taka ákvörðun. Með ætluðu samþykki er líffæraþeganum gefinn vafinn og ég held að þetta stuðli að fleiri gjöfum án þess að vanvirða gjafann,“ segir hann. Árni segir núverandi kerfi óboðlegt og varla siðlegt. „Til þess að líffæragjafakerfi geti talist siðleg þurfum við að gera tvennt. Annars vegar að virða gjafann, það er að segja þann sem gefur líffæri sín og hins vegar að afla líffæra til ígræðslu og ég tel að kerfið í dag geri ekki það síðarnefnda.“ Árni er skráður gjafi en lenti í vandræðum með að nálgast líffæragjafakortið, sem á að liggja frammi á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. „Þannig að það var bölvað vesen að gerast gjafi og í framhaldinu af því fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi.“
Tengdar fréttir "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00