Seahawks-liðið fékk óvenjulegan stuðning í háloftunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 23:30 Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014 NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014
NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira