Enski boltinn

Lugano tryggði West Brom stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Morrison, West Brom, sækir að Phil Jagielka hjá Everton.
James Morrison, West Brom, sækir að Phil Jagielka hjá Everton. Nordicphotos/AFP
Everton varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði fyrir West Brom á útivelli í kvöld, 1-1.

Kevin Mirallas kom Everton yfir á 41. mínútu eftir fínan undirbúning Romelu Lukaku. Það dugði þó ekki til sigurs því Diego Lugano jafnaði á 75. mínútu er hann stýrði fyrirgjöf James Morrison í markið.

Þetta var fyrsti leikur West Brom undir stjórn knattspyrnustjórans Pepe Mel en liðið er nú í þrettánda sæti deildarinnar með 22 stig.

Everton hefði með sigri komist upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið situr eftir í því sjötta með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×