Enski boltinn

Messan: „Ég sé Adebayor ekki spila meira fyrir Tottenham“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framherjinn hávaxni frá Tógó var til umfjöllunar í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gær.

Adebayor hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að André Villas-Boas var rekinn sem knattspyrnustjóri Tottenham. Tim Sherwood, nýr stjóri liðsins, hefur gefið honum tækifæri á ný sem Adebayor hefur nýtt.

Sýnd voru mörkin sem Adebayor hefur skorað fyrir Lundúnaliðið undanfarnar vikur auk þess sem rifjuð voru upp ummæli Gumma Ben um framherjann í þættinum fyrir nokkrum vikum.

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×