Enski boltinn

City vann níu marka samanlagðan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dedryck Boyata og félagar hans í Manchester City fagna í kvöld.
Dedryck Boyata og félagar hans í Manchester City fagna í kvöld. Vísir/Getty
Manchester City er komið í úrslit ensku deildabikarkeppnininar eftir 3-0 sigur á West Ham í síðari undanúsrlitaleik liðanna í kvöld.

City vann fyrri leikinn á heimavelli, 6-0, og því samanlagt 9-0. Alvaro Negredo skoraði tvö marka City í kvöld og Sergio Agüero eitt.

Þetta er í fyrsta sinn í 38 ár sem City keppir til úrslita í ensku deildabikarkeppninni og mætir liðið annað hvort Manchester United eða Sunderland í úrslitaleiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum þann 2. mars næstkomandi.

United og Sunderland eigast við í síðari undanúrslitaviðureign sinni á Old Trafford í Manchester annað kvöld en Sunderland fer í leikinn með 2-1 forskot úr fyrri leiknum.

City á enn möguleika á að vinna fjórfalt í vor en liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komið í 32-liða úrslit ensku bikarkeppninnar og 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×