Enski boltinn

Vidic þarf að taka út þriggja leikja bann | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic missir af næstu þremur leikjum Manchester United fyrir rauða spjaldið sem hann fékk um helgina.

Vidic er fyrirliði Manchester United og fékk rautt fyrir að tækla Eden Hazard, leikmann Chelsea, í leik liðanna. Chelsea vann, 3-1, en tæklingin átti sér stað undir lok leiksins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

United áfrýjaði rauða spjaldinu en enska knattspyrnusambandið tók hana ekki til greina. Það er því ljóst að Vidic mun missa af leik United gegn Sunderland í enska deildabikarnum annað kvöld, sem og leikjum liðsins gegn Cardiff og Stoke í deildinni.

Málið var rætt ítarlega í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Eto'o með þrennu í öruggum sigri Chelsea

Samuel Eto'o, framherji Chelsea varð í dag aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu gegn Manchester United í 3-1 sigri á Stamford Bridge í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×