Enski boltinn

Lucas frá í tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool.
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool. Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Lucas Leiva, leikmaður Liverpool, verði frá vegna hnémeiðsla næstu tvo mánuðina.

Leiva meiddist í leik Liverpool gegn Aston Villa um helgina en honum lauk með 2-2 jafntefli. Leiva var tæklaður af Fabian Delph 20 mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Talið er að Leiva hafi skaddað liðbönd í hægra hné og að hann þurfi tvo mánuði til að jafna sig á meiðslunum.

Leiva sleit krossband í hné fyrir rúmum tveimur árum síðan en meiðslin eru ekki svo alvarleg nú. Það er bót í máli fyrir Leiva og Liverpool sem og brasilíska landsliðið.


Tengdar fréttir

Leiva í höndum guðs

Lucas Leiva var borinn af velli í jafnteflisleiknum gegn Aston Villa á laugardag. Bendir flest til þess að meiðsli Brasilíumannsins séu alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×